Toyota Rav4

Toyota Rav4 er jepplingur sem er meitlaður inn í þjóðarsálina eins og munstrið í öndvegissúlum Ingólfs Arnarsonar. Nýjasta útgáfan er engin undantekning.

Bíllinn sem fenginn var til reynsluaksturs var sjálfskiptur, sex gíra Hybrid/bensín bíll sem notaði 7,4 lítra af bensíni á hverjum 100 km.

Hybrid bílinn er hægt að keyra talsvert á rafmagninu og hann eyðir raunar sambærilegu magni af eldsneyti innanbæjar og í langkeyrslu. Helsta ástæðan fyrir því er sú að hann notar rafmagnið meira í innanbæjarakstri.

Útlit bílsins er skemmtilegt. Bíllinn er nútímalegur og töffaralegur. Þessari kynslóð af Rav4 er greinilega ætlað að sækja á ný mið. Rav4 er skyndilega hættur að vera eingöngu ömmu og afa bíll. Rav4 er kominn á fjölskyldubílamarkaðinn með látum.

IMG_0414

Innréttingin er góð blanda af einfaldleika, notagildi og nútímablæ. Hún er líka með stórum tökkum sem er því auðvelt að nota í vettlingum þegar snjórinn kemur og það þarf að skafa.

Aksturinn er almennt mjög góður, stýrið er létt og bíllinn lætur vel af stjórn. Holur og hraðahindranir eru ekki stórt vandamál. Staða ökumanns og útsýni eru góð. Maður sér vel framfyrir bílinn og til hliðanna og aftur á bak.

Bíllinn er mátulega vel útbúinn með aðgerðarstýri, hraðastillingu og USB, aux og 12v tengjum.

Myndavélarnar á bílnum eru algjör snilld. Sérstaklega þessar sem vísa niður til beggja hliða. Þær sýna stöðu bílsins gagnvart nærumhverfi hans. Gott að leggja með aðstoð þeirra.

Veghljóðin skila sér aðeins inn í bílinn, hann mætti vera þéttari. Hurðarnar eru fínar og nokkuð þéttar. Þegar það er búið að fylla hann af dóti og fólki minnkar veghljóðið. Eins er einfalt að laga veghljóðið með því að hækka í græjunum sem eru fínar.
IMG_0412

Skottið er mjög stórt og fótapláss afar gott aftur í. Bíllinn er allur frekar rúmgóður. Höfuðpláss í miðjusætinu er þó ekki hannað fyrir meðalmann að hæð. Það er gott að keyra hann og vélin togar og togar. Vélin er raunar algjör snilld og er kannski ásamt útlitinu helsta ástæðan fyrir nútímavæðingu Rav4.

Ætti ég að kaupa Rav4?

Vantar þig jeppling, fjölskyldubíl eða skemmtilegan bíl til ferðalaga? Þá er Rav4 sparneytin lausn sem vert er að skoða. Hann ætti að henta fjölskyldu, ömmu og afa, vinum í veiðiferð.

Jepplingar
Raun eyðsla
Hestöfl
Útlit
Gæði
Kalt mat
Verð kr.
Discovery Sport
6,5 lítrar
150-240
8
9
9
7.190.000 – 10.690.000
S-Cross
6,7 lítrar
120
8
8
8
3.890.000 – 5.980.000
Captur
5,9 lítrar
90
8
7
7
3.390.000 – 3.690.000
Evoque
7,8 lítrar
150-240
9
9
9
7.990.000 – 12.790.000
Tucson
8,8 lítrar
140
8
8
8
4.790.000 – 7.190.000
Vitara
8,0 lítrar
136-177
8
8
8
4.980.000 – 5.360.000
NX 300h
8,7 lítrar
197
9
9
9
7.150.000