Toyota GT86

Toyota GT86 er fjögurra manna sportbíll frá Toyota sem hefur aðeins eitt markmið. Bílnum er ætlað að hámarka akstursánægju, svona formlega að minnsta kosti.

Í stuttu máli er bíllinn mesti glottgjafi sem blaðamaður hefur prófað. Áherslan er alltaf á að gera hvern kílómeter sem skemmtilegastan. Það skín í gegnum allt hversu mikilvæg gleðin hefur verið við hönnun bílsins.

Bíllinn sem reynsluekið var notaði 9,5 lítra á hundrað kílómetra í blönduðum akstri. Bíllinn er 6 gíra beinskiptur.

Í samtímanum eru fáir lítrar á hundrað kílómetra og lítill koltvísýringsútblástur í tísku. GT86 er pönkarinn, hippsterinn og byltingarsinninn allt í senn.

Bíllinn hefur útlitið til að bakka upp akstursánægjuna. Línurnar eru spennandi og það tekur langan tíma að taka þær inn, ég var að minnsta kosti sífellt að finna nýjar og skemmtielgar línur.

Bíllinn er hastur, hann er lítið í að fyrirgefa holur en tæklar hraðahindranir merkilega vel. Það er hins vegar auðvelt, vægast sagt, að fyrirgefa bílnum. Gleðin sem fylgir því að aka honum fær ökumann til að glotta stöðugt út í annað og sérhver malbikshola höfuðborgarinnar gleymist þegar bíllinn fær að spreyta sig á hlykkjóttum sveitavegum.

Vélin hljómar líka svo fallega að ökumaður er feginn að hún er hávær.

Bíllinn getur hentað einhverjum sem þarf ekki að flytja mikið fólk með sér. Það er raunar ekki um að tala að það sé fótapláss í aftursætunum. Það mætti með herkjum koma einhverjum smávöxnum manneskjum í aftursætin. Allir sem hafa gaman af því að keyra myndu elska að aka GT86.IMG_0178

Ætti ég að kaupa GT86?

Ef aðstæður í þínu lífi bjóða upp á það, þá er svarið einfaldlega JÁ!

Bíllinn er ekki gallalaus en honum fyrirgefst allt um leið og honum er gefið inn. Gripið í beygjum og krafturinn upp brattar brekkur eru nóg til að fá alla ökumenn til að glotta út í annað og jafnvel skella uppúr.

Sportbílar
Raun eyðsla
Hestöfl
Útlit
Gæði
Kalt mat
Verð kr.
GT86
9,5 lítrar
200
8
7
9
7.330.000 – 7.460.000
IS 300h
6,7 lítrar
223
9
8
9
6.400.000