Toyota C-HR

Toyota C-HR er nýr fimm manna jepplingur eða borgarjeppi frá Toyota, sem fáanlegur er hjá Toyota á Íslandi.

Bíllinn sem fenginn var til reynsluaksturs var sjálfskiptur, 5 gíra af C-HIC gerð, með 1,2 lítra bensínvél. Hann notaði 8,0 lítra af bensíni á hverjum 100 eknum kílómetrum. Hybrid vélin notaði 5,9 lítra á hverjum 100 eknum kílómetrum.

Bíllinn er framtíðarlegur í útliti. Hann er svona eins og einhver hefði verið fenginn árið 1950 til að teikna útlit bíla árið 2020. Hann er flottur að mati blaðamanns.

Það er áhugavert að sitja svona hátt uppi í bíl sem er eins og fólksbíll í akstri, en er samt í þægilegri hæð til að umgangast. Bíllinn er á stærð við Nissan Juke og Mazda CX-3.

Fjöðrun bílsins er skemmtileg og þýð en hann vaggar samt ekki til í beygjum. Hún tryggir þægilegan akstur. Það er hægt að fá bílinn fjórhjóladrifinn og með öllu þessu helsta, hita í sætum og hita í stýri.

Fótapláss aftur í er gott, þrátt fyrir að bíllinn sé smár um sig. Hann lítur ekki út fyrir að vera rúmgóður en sportlegt og framtíðarlegt útlitið blekkir.

Skottið er þó frekar lítið og kannski helsti veikleiki bílsins.

Það er pláss fyrir tvo fullorðna aftur í auðveldlega og með barn á milli sín. Það væri þröngt um þrjá fullorðna aftur í.

Bíllinn er afar skemmtilegur í akstri og hann fer vel með farþega. Hann er bæði góður í langkeyrslu, þar sem hann er hljóðlátur og ágætlega kraftmikill. Hann er afar góður í innanbæjar snatti, hann er lipur og það fer ekkert mikið fyrir honum.

Innréttingin er stílhrein.

Vélin sem var í reynsluakstursbílnum var nokkuð góð, hún kom raunar á óvart fyrir vél af þessari stærð. Hins vegar er vert að ígrunda að fá sér stærri vélina sem er 1,8 lítra vél, hún er enn skemmtilegri. Útlit bílsins er að skrifa ávísanir sem 1,2 lítra vélin á ekki alveg inneign fyrir.


Ætti ég að kaupa C-HR?
Já, sem slyddujeppi, borgarjeppi eða jepplingur, þá er C-HR frábær bíll. Hann er smár og knár. Hann er vel heppnuð tilraun Toyota til að fá fólk sem finnst Rav4 helst til mikið verslaður af eldri borurum til að kaupa Toyota jeppling.

Frábær bíll sem skarar fram úr í flokki minni jepplinga.

Jepplingar
Raun eyðsla
Hestöfl
Útlit
Gæði
Kalt mat
Verð kr.
S-Cross
6,7 lítrar
120
8
8
8
3.890.000 – 5.980.000
Captur
5,9 lítrar
90
8
7
7
3.390.000 – 3.690.000
C-HR
8,0/5,9 lítrar
115-122
9
9
9
3.720.000-5.420.000