Toyota Avensis

Toyota Avensis er fimm manna bíll sem bæði er hægt að fá sem skutbíl og stallbak. Bíllinn er eins og aðrir frá Toyota traust kaup.

Bíllinn sem fenginn var til reynsluaksturs var sjálfskiptur sex gíra bensín, skutbíll sem eyddi 7,8 lítrum á hverjum hundrað kílómetrum sem eknir voru.

Avensis hefur lengi staðið fyrir gæða fjölskyldubíl sem hefur gæði og þægindi að fyrirrúmi. Nýjasta kynslóðin er þar engin undantekning. Það er öruggt eins og sólin kemur upp að bíllinn er þægilegur og mun nýtast hverjum sem kaupir hundruðir þúsunda kílómetra.

Bíllinn í heild sinni er sigur skynseminnar yfir fagurfræðinni. Það er allt eins og það á að vera og eins og við er að búast. Það er lítið nýtt, spennandi eða aðlaðandi við Avensins.

Auðvitað eru áreiðanleiki og öryggi tveir af mikilvægustu þáttunum þegar kemur að því að velja bíl svo því má ekki gleyma að bíllinn hefur þá kosti að bera.

Innréttingin er að mati blaðamanns óáhugaverð. Hins vegar eru áþreifanleg gæði innréttingarinnar góð. Það eru allir takkar fasti í og þeir virka. Það er ekkert sem ætti að valda vandræðum við fyrstu kynni fólks.

Útlit bílsins er stílhreint og línurnar eru fallegar en aftur, ekki nógu eggjandi, æsandi eða spennandi. Það vantar kynþokkann.

Bíllinn er rúmgóður! Skottið er gríðarlega stórt og hægt er að opna í gegnum miðjuna í aftursætunum til að flytja einkar langa, mjóa hluti á borð við skíði og gardínustangir.

Rýmið í aftursætum er líka einkar gott, betra en í mörgum öðrum bílum í sama stærðarflokki.

Ætti ég að kaupa Avensis?
Já ef þú vilt skutbíl, þar sem áherslan við hönnun hefur verið á áreiðanleika og notagildi. Avensis er góður bíll sem er þægilegur í akstri. Það er ekki annað hægt en að mæla með Avensis.

Bíllinn gæti hentað afar vel fyrir fjölskyldur með börn á öllum aldri, fólk sem þarf að ferja mikinn farangur.

Skutbílar
Raun eyðsla
Hestöfl
Útlit
Gæði
Kalt mat
Verð kr.
Clio
6,3 lítrar
75-90
7
7
6
2.360.000 – 3.250.000
Auris
4,5 lítrar
90-136
8
8
9
3.420.000 – 4.730.000
308
5,4 lítrar
120-180
8
7
8
3.990.000 – 5.690.000
Levorg
9,2 lítrar
170
8
8
9
5.290.000 – 5.690.000
Octavia Scout
6,9 lítrar
150-184
8
9
9
5.610.000 – 6.110.000
Cee´d
6 lítrar
90-204
7
8
9
2.990.000 – 4.990.000
Avensis
7,8 lítrar
112-147
7
8
7
3.890.000 – 6.070.000
Mazda 6
6,7 lítrar
145-192
9
9
9
3.890.000 – 6.090.000
Superb
6,8 lítrar
120-190
9
8
9
4.790.000 – 6.320.000