Suzuki Vitara Sport

Suzuki Vitara er fimm manna jepplingur úr smiðju Suzuki. Bíllinn er þægilegur, fallegur og gott að ganga um hann.

Bíllinn sem fenginn var til reynsluaksturs var Sport útgáfan. Bíllin var sjálfskiptur 6 gíra. Hann notaði 8 lítra af bensíni á hverjum 100 kílómetrum. Sem er gott fyrir fjórhjóladrifinn sjálfskiptan jeppling.

IMG_0150

Bíllinn er sportlegur, snaggaralegur og töff. Það er gaman að keyra hann og það er hvergi að finna galla í bílnum. Hann er þægilegur og það er gott að setjast inn í hann og það er gott að horfa út úr honum. Staða ökumannsins er býsna góð og það er afar mikilvægt að hún sé góð. Léleg ökumannsstaða angrar mann á hverjum degi, það er ekki neitt við þennan bíl sem myndi angra mig á hverjum degi.

Sport útgáfan er afar öflug og hress týpa. Það er gott tog í bílnum. Honum tekst að vera þægilegur og sportlegur, fjöðrunin er góð og stýrið skemmtilegt. Það er ekkert leiðinlegt að skella í Sport-stillinguna og njóta þess að keyra skemmtielga vegi.

Bíllinn er mátulega rúmgóður, hann er með gott skott og fínt fótapláss aftur í. Það væri hægt að koma tveimur barnabílstólum aftur í. Á milli þeirra kæmist þó sennilega ekki nema sessa undir nett barn.

Bíllinn gæti hentað vel fyrir fjögurra manna fjölskyldu sem hefur gaman af því að þræða sveitavegi landsins sumar sem og vetur. Vitara-n kemur með driflæsingum svo það þarf virkilega að leggja sig fram við að reyna að festa sig á Suzuki Vitara.

Innréttingin í Suzuki Vitara Sport.
Innréttingin í Suzuki Vitara Sport.

Innréttingin er ágæt, einföld og þægileg í notkun. Aðgerðarstýrið er fínt, virkar vel og það er auðvelt að átta sig á því sem og afþreyingarkerfinu.

Ætti ég að kaupa Suzuki Vitara?

Já, það er hægt að mæla með Vitara sem fjölskyldubíl, amma og afi hefðu eflaust gaman af því að bruna með barnabörnin í bústaðinn á Vitara. Nýjasta tækni er til staðar og það er ekkert sem vantar í bílinn.

Jepplingar
Raun eyðsla
Hestöfl
Útlit
Gæði
Kalt mat
Verð kr.
Discovery Sport
6,5 lítrar
150-240
8
9
9
7.190.000 – 10.690.000
S-Cross
6,7 lítrar
120
8
8
8
3.890.000 – 5.980.000
Captur
5,9 lítrar
90
8
7
7
3.390.000 – 3.690.000
Evoque
7,8 lítrar
150-240
9
9
9
7.990.000 – 12.790.000
Tucson
8,8 lítrar
140
8
8
8
4.790.000 – 7.190.000
Vitara
8,0 lítrar
136-177
8
8
8
4.980.000 – 5.360.000
NX 300h
8,7 lítrar
197
9
9
9
7.150.000