Suzuki S-Cross

Suzuki S-Cross er fimm manna jepplingur sem býður upp á þægilega stöðu fyrir ökumann og hann stóð sig afar vel í erfiðum aðstæðum, miklum snjó og hálku.

Útlit bílsins er látlaust en stílhreint. Hann er snyrtilegur og höfðar til margra. Ekkert sem ætti að valda neinu hugarangri.

Bíllinn sem fenginn var til reynsluaksturs var sjálfskiptur bensínbíll. Eldsneytisnotkunin var 6,7 lítrar á hverja hundrað ekna kílómetra. Það verður að teljast gott í kafsnjó og hálku.

Innréttingin er snyrtileg og góð, hún er vel sett saman og einföld í notkun. Það var alls ekki flókið að finna út úr því hvað er hvar. Takkarnir eru rökréttir og bíllin hefur AUX tengi og SD kortarauf svo enginn tæknigúru ættu að vera svikin.

Það er gott að keyra Suzuki S-Cross. Skriðvörnin virkar vel og eins og áður sagði þá er útsýnið yfir veginn framundan ljómandi gott.

Bíllinn er í þægilegri hæð fyrir fólk að setjast inn í og stíga út úr. Staða ökumanns er góð.

Bíllinn sem reynsluekið var, var fjórhjóladrifinn og hafði snjó stillingu á drifinu og driflæsingar. Snjódrifið er afbragðsgott þegar mikill snjór er og læsingarnar sérstaklega góðar ef skafl skyldi standa í vegi ökumanns.

Suzuki S-Cross hentar sérstaklega vel í íslenskum aðstæðum. Bíllinn gæti hentað vel fjölskyldu með tvö yngri börn. Afi og amma gætu vel fengið barnabörnin lánuð á ísrúnt eða í sumarbústaðarferð.

Rýmið í aftursætum er fínt, fyrir smekklega pakkaðan bí í nettari kantinum. Farangursrýmið er ekkert sérstaklega stórt.

Sérstaklega þarf að taka tillit til þess við einkunagjöfina að bíllinn kostar um það bil helminginn af því sem Land Rover Discovery Sport kostar. Við einkunnagjöfina er tekið mið af því.

Ætti ég að kaupa S-Cross?
Ef þér þykir mikilvægt að bíll sé í réttri hæð fyrir fólk að setjast inn í, vilt minnka líkurnar á að festast í snjónum og villast í afþreyingakerfinu og miðstöðinni þá gæti Suzuki S-Cross vel verið bíllinn fyrir þig.

Jepplingar
Raun eyðsla
Hestöfl
Útlit
Gæði
Kalt mat
Verð kr.
Discovery Sport
6,5 lítrar
150-240
8
9
9
7.190.000 – 10.690.000
S-Cross
6,7 lítrar
120
8
8
8
3.890.000 – 5.980.000
Captur
5,9 lítrar
90
8
7
7
3.390.000 – 3.690.000
Evoque
7,8 lítrar
150-240
9
9
9
7.990.000 – 12.790.000
Tucson
8,8 lítrar
140
8
8
8
4.790.000 – 7.190.000
Vitara
8,0 lítrar
136-177
8
8
8
4.980.000 – 5.360.000
NX 300h
8,7 lítrar
197
9
9
9
7.150.000