Skoda Superb

Skoda Superb

Skoda Superb er fimm manna fólksbíll frá Skoda sem bæði er hægt að fá sem stallbak og skutbíl. Skoda er í mikilli sókn þessi misserin Superb er flaggskip fólksbílaflotans hjá Skoda.

Bíllinn sem fenginn var til reynsluaksturs er tveggja lítra dísel bíll. Sjálfskiptur sex gíra bíll sem notaði 6,8 lítra á hverjum hundrað eknum kílómetrum.

Skoðun blaðamanns er sú að bíllinn sé einkar fallegur. Línurnar eru skarpar og skapa reffilega og skemmtilega yfirbyggingu. Skoda útlitið er svipsterkt en fallegt.

Superb er stílhreinn og smekklegur að innan. Inntréttingin er notendavæn og viðmótið í aksturstölvunni kunnulegt og auðlesið. Takkarnir eru þægilegir og auðvelt að nota, jafnvel með vettlinga á höndunum, sem er mikill kostur í íslenskum aðstæðum.IMG_0329

Bíllinn er fjórhjóladrifinn og ætti því að spjara sig vel í snjónum í vetur. Sætishitinn hjálpar þar við líka að hlýja köldum rasskinnum.

Það er virkilega gaman að keyra Superb. Bíllinn er fljótur að taka við sér og fer vel með ökumann og farþega. Hraðahindranir og holur eru ekki líklegar tilað valda miklum óþægindum.

Bíllinn er þýður og þægilegur, lipur og það er létt að aka honum.

Eina sem má hugsanlega finna að er inngjöfin. Hún er helst til viðkvæm í kringum hálfa gjöf.IMG_0327

Bíllinn er rúmgóður, það er gríðarlega mikið fótapláss aftur í. Í stuttu máli kæmist tveggja metra manneskja aftur í án þess að snerta framsætin með hnjánum. Það keppir enginn við Skoda í fótaplássi aftur í. Ekki nema limmósíur.

Skottið er stórt og vel búið. Þar er að finna 12 volta tengi, handföng sem fella niður aftursætin og snaga. Eins er hægt að opna miðjuna í bakinu á aftursætunum til að setja eitthvað mjótt og langt í gegn, skíði til dæmis.

Ætti ég að kaupa Superb?
Ef þig vantar vandaðan fólksbíl sem gaman og gott er að keyra og hefur pláss fyrir alla þá eru þau kaup ekki mjög vel ígrunduð ef þú skoðar ekki Skoda Superb alvarlega. Superb er vel úthugsaður og góður kostur fyrir fólk í leit að fólksbíl.

Bíllinn gæti hentað fjölskyldu með stálpuð börn, ung börn, hunda eða næstum gíraffa með þetta fótapláss aftur í.

Skutbílar
Raun eyðsla
Hestöfl
Útlit
Gæði
Kalt mat
Verð kr.
Clio
6,3 lítrar
75-90
7
7
6
2.360.000 – 3.250.000
Auris
4,5 lítrar
90-136
8
8
9
3.420.000 – 4.730.000
308
5,4 lítrar
120-180
8
7
8
3.990.000 – 5.690.000
Levorg
9,2 lítrar
170
8
8
9
5.290.000 – 5.690.000
Octavia Scout
6,9 lítrar
150-184
8
9
9
5.610.000 – 6.110.000
Cee´d
6 lítrar
90-204
7
8
9
2.990.000 – 4.990.000
Avensis
7,8 lítrar
112-147
7
8
7
3.890.000 – 6.070.000
Mazda 6
6,7 lítrar
145-192
9
9
9
3.890.000 – 6.090.000
Superb
6,8 lítrar
120-190
9
8
9
4.790.000 – 6.320.000