Renault Captur

Renault Captur er fimm manna jepplingur. Bíllinn býður upp á öll helstu nútíma þægindi. Það er gott að keyra hann og hæðin er góð. Það er þægilegt að setjast inn í hann.

Bíllinn sem fenginn var til reynsluaksturs var sjákfskiptur díselbíll. Hann notaði ekki nema 5,9 lítra á hverjum hundrað eknum kílómetrum.

Útlit bílsins er smekklegt, hann er töffaralegur. Það er mikið af Renault Captur á götunum sem eru appelsínugul-sanseraðir með hvítum topp. Það er orðinn nánast einkennislitur bílsins.

Innvols bílsins er virkilega fallegt. Það er þó eiginlega sigur fallegrar hönnunar yfir hagnýtanleika. Hanskahólfið er skúffa, sem er ágætis hugmynd, það er rúmbetra. Hins vegar opnast hún og lokast illa og farþeginn þarf eiginlega að vera alveg fótalaus til að geta opnað hanskahólfið.

Afþreyingarkerfið er gott og skilvirkt, það ætti enginn að lenda í bobba við notkun þess. USB og Aux tengi er að finna í innréttingunni.

Þegar kemur að akstrinum er ekki hægt að segja annað en það sé mjög gott að keyra bílinn. Hann fór létt með langkeyrslu. Til að ota smá klysju að, þá má segja að hann éti upp kílómetrana.

Staða ökumanns er mjög góð. Ökumaður hefur góða yfirsýn yfir veginn og þegar ég lenti við hliðina á Suzuki S-Cross á ljósum sýndist mér ég sitja hærra í Renault Captur en S-Cross-inum.

Bíllinn hefur lyklalaust aðgengi sem er mjög þægilegt. Skottið er ekki mjög stórt, eins er fótaplássið aftur í af skornum skammti. Aftusætin eru tæplega nógu breið til að rúma þrjá fullorðna.

Bíllinn gæti hentað fjölskyldu með ung börn og kannski eitt sem er hætt að nota barnabílstól. Amma og afi gætu boðið barnabörnunum á rúntinn í bílnum, hann myndi henta þeim mjög vel. Bíllinn er á mjög góðu verði.

Ætti ég að kaupa Captur?
Bíllinn er mjög þéttur og þægilegur í akstri, hann er lipur innan bæjar og þýður á langkeyrslu. Hins vegar er hann ekki mjög rúmgóður að. Það fer því alveg eftir því hverslags hlutverk þú ætlar honum, hvort hann henti þér. Margir munu finna í Captur mjög góðan bíl. Þröngt mega sáttir sitja! Ekki má gleyma að eldsneytisnotkunin er lítil.

Jepplingar
Raun eyðsla
Hestöfl
Útlit
Gæði
Kalt mat
Verð kr.
Discovery Sport
6,5 lítrar
150-240
8
9
9
7.190.000 – 10.690.000
S-Cross
6,7 lítrar
120
8
8
8
3.890.000 – 5.980.000
Captur
5,9 lítrar
90
8
7
7
3.390.000 – 3.690.000
Evoque
7,8 lítrar
150-240
9
9
9
7.990.000 – 12.790.000
Tucson
8,8 lítrar
140
8
8
8
4.790.000 – 7.190.000
Vitara
8,0 lítrar
136-177
8
8
8
4.980.000 – 5.360.000
NX 300h
8,7 lítrar
197
9
9
9
7.150.000