Range Rover Sport

Range Rover Sport er fimm manna jeppi sem hefur allt, lúxus, gæði, kraft og gleði. Hann er veglega útbúinn og skemmtilegur í akstri.

Bíllinn sem fenginn var til reynsluaksturs notaði 9,6 lítra á hverjum hundrað eknum kílómetrum. Hann var dísel bíll með 3 lítra SDV6 vélinni.

Bíllinn var sjálfskiptur með 8 þrepa skiptingu. Eins og Range Rover er von og vísa var bíllinn með nánast öllum mögulegum græjum, þar má meðal annars nefna að: hægt er að hækka og lækka bílinn sjálfan, í þessari útfærslu er hátt og lágt drif. Hann er með brekkuskriðvörn, hraðastilli, ádrepara og hann er hægt að stilla á malar-, snjó- og moldarstillingu. Auk þess er hiti í stýri og fram- og aftursætum.

Hvað varðar hreint notagildi þá er bíllinn rúmgóður og afar þægilegur í notkun. Vert er að nefna að 12 volta tengin eru alls ekki af skornum skammti. Eins eru USB og Aux tengi í bílnum.

img_0488

Þrátt fyrir allar þessar græjur og þá takka sem þeim fylgja tekst Range Rover að vera glæsilegur og halda ákveðnum glæsileika sem öðrum hefur ekki tekist að finna. Allar þessar græjur eru svo þægilegar í notkun

Eitthvað er það sem gerir það að verkum að allir þessir hlutir passa svo smekklega við bílinn að maður býst eiginlega bara við því að þeir séu á sínum stað. Hvað það er er erfitt að setja fingur á.

Lúxusinn drýpur af bílnum. Sætin eru mjög þægileg og aftur í er hægt að fella miðsætið niður og þá fer býsna vel um tvo fullorðna aftur í með gott borð á milli sín. Það fer einnig vel um þrjá aftur í, meira að segja fullorðna.

img_0487

Skottið er frekar stórt og er hlerinn rafstýrður. Það er krókur undir bílnum sem hægt er að fella undir hann með einum takka. Skemmtileg lausn og er dæmi um svona klassískan Range Rover glæsileika, sem er svo erfitt að setja fingurinn á en maður finnur hreinlega fyrir við að aka og umgangast Range Rover.

Akstur bílsins er skemmtilegur Hann hagar sér vel í akstri bæði innan bæjar og utan. Það er þægilegt og gott að keyra hann.

img_0481

Útlit bílsins er gott að mati blaðamanns. Það eru bæði fallegar línur í hönnunninni og góð heildarmynd yfir honum.

Ætti ég að kaupa Range Rover Sport?

Bíllinn er vel smíðaður, afar hljóðlátur. Þetta er fallegur og töffaralegur bíll. Hann hefur ekki sama krúttfaktor og Evouqe-inn hefur.

Range Rover Sport er einnig stærri og pláss í aftursætum er mjög gott. Dugar vel fyrir þrjá fullorðna. Það fer vel um alla í þessum bíl. Líka þegar það erum fimm í honum. Þannig já, ef þú vilt góðan bíl sem veitir þér sælufiðring í hvert skipti sem þú sest upp í hann og ekur af stað umvafinn lúxus þá er Range Rover Sport einn af möguleikunum sem þú ættir alvarlega að athuga.

Sportbílar
Raun eyðsla
Hestöfl
Útlit
Gæði
Kalt mat
Verð kr.
Range Rover Sport
9,6 lítrar
258-510
9
10
9
13.990.000 – 24.990.000