Peugeot 3008

Peugeot 3008 er fimm manna jepplingur. Fyrsta sem sagt skal um bílinn er að hann er þægilegur. Hann er mjög þægilegur.

Bíllinn sem fenginn var til reynsluaksturs var sjálfskiptur dísel bíll sem notaði 5,8 lítra á hverja hundrað ekna kílómetra.

Bíllinn er þægilegur, hann er einstaklega þýður og mjúkur. Hann er þó ekki þreyttur, sljór og máttlaus hann er nefninlega líka sprækur þegar þannig liggur við, að það liggur á. Það er afslappandi að fara rúnt á bílnum. Það er á sama tíma mjög gaman.

Staða ökumanns er þægileg, frekar há og því þægilegt að setjast inn í hann. Innréttingin er vel út hugsuð og vel sett saman. Það er allt til alls og græjurnar eru fínar.

Hurðarnar eru þéttar og allur bíllinn í raun, það er mikið lagt upp úr hljóðeinangrun. Hún skilar sér vel við akstur. Manni finnst maður aldrei þurfa að nota útiröddina inn í bílnum.

Snjóstillingin á sjálfskiptingunni er snilldarlega hönnuð fyrir íslenskan vetur. Bíllinn spólar þá lítið sem ekkert enda tekur hann af stað í öðrum gír, þriðja ef þarf.

Sport stillingin er skemmtileg og fær ökumann til að glotta út í annað. Ef dagurinn er grár þriðjudagur, jafnvel rigning og hráslagalegt um að litast. Þá er fínt að skella í sport stillinguna og njóta þeirra afleiðinga sem það hefur.

Skottið á Peugeot 3008 er ágætlega stórt og hlerinn er skemmtilegur, hann splittast í tvennt, efri og neðri hluta. Rýmið aftur í er ágætt en ekkert frábært.

Bíllinn keppir að mati blaðamanns við BMW 2 og Mercedes Benz B-Class. Hann er afa svipaður, hann er nánast alveg á pari við þá, hann er svona eins og einfaldur skolli. Peugeot 3008 er ögn ódýrari og eyðir minna.

Ætti ég að kaupa 3008?
Já, bíllinn er afskaplega afslappandi, gott að aka eftir erfiðan dag og hann gerir litlausan dag betri. Það er öfundsverð staða að vera að velja fjölskyldubíl með þennan á markaðnum í baráttu við BMW 2 og Mercedes Benz B-Class. Þó er vert að nefna að ef þér finnst ekkert mál að setjast inn í bíl í venjulegri fólksbílahæð þá má mæla með skutbílnum Peugeot 308, frekar enda er skottið á honum ógnar stórt.

Jepplingar
Raun eyðsla
Hestöfl
Útlit
Gæði
Kalt mat
Verð kr.
Discovery Sport
6,5 lítrar
150-240
8
9
9
7.190.000 – 10.690.000
S-Cross
6,7 lítrar
120
8
8
8
3.890.000 – 5.980.000
Captur
5,9 lítrar
90
8
7
7
3.390.000 – 3.690.000
Evoque
7,8 lítrar
150-240
9
9
9
7.990.000 – 12.790.000
Tucson
8,8 lítrar
140
8
8
8
4.790.000 – 7.190.000
Vitara
8,0 lítrar
136-177
8
8
8
4.980.000 – 5.360.000
NX 300h
8,7 lítrar
197
9
9
9
7.150.000