Nissan Micra

Nissan Micra er víðfrægur fimm manna smábíll frá Nissan sem hefur heimilisfesti á Íslandi innan herbúða BL á Sævarhöfða.

Nissan Micra er sennilega sá smábíll sem tekið hefur hvað mestum útlitsbreytingum í gegnum tíðina.

Upprunaleg Micra.
2011 Micra.

Bíllinn var fyrst kynntur til sögunnar árið 1982. Síðan þá hafa fjórar kynslóðir í viðbót við þá upprunalegu komið fram á sjónarsviðið: 1992, 2002, 2010 og svo loks núna 2017.

Bílarnir sem fengnir voru til reynsluaksturs voru annars vegar bensín og hins vegar dísel.

Bensín-bíllinn fyrst (hann er á undan í stafrófinu): Notar 6,5 lítra á hverjum 100 eknum kílómetrum.

Vélin er hins vegar ekki alveg nógu öflug. Bíllinn er skemmtilegur en það vantar eitthvað.

Dísel-bíllinn: Notar 5,2 lítra á hverjum hundrað eknum kílómetrum. Þetta eitthvað sem vantar í bensín-bílnum kemur þó með díselvélinni. Vá sú vél!

Vélin togar afskaplega skemmtilega og því er hiklaust hægt að mæla með dísel-vélinni. Hún er ofboðslega skemmtileg og hún hentar vel fyrir léttan og ljúfan bíl eins og Micra er.

Nýja Micra-n er þægileg í akstri, nokkuð hljóðlát og sætin eru nokkuð góð. Hún steinliggur í beygjum og er lipur og skemmtileg í innanbæjarsnatti. Það eru gott að aka bílnum utan bæjarmarkanna enda vel smíðaður bíll. Hins vegar er hann enn betri innanbæjar en utan. Þar hjálpar smæðin og lipurðin.

Fjöðrunin er afskaplega góð í bílnum og hún er afar dugleg við vinnuna sína. Bíllinn fer létt með hraðahindranir og holur.

Rýmið í bílnum er ágætt, fótaplássið aftur í dugar fullorðnum en bara svona akkurat. Skottið er ekkert gímald en þó býsna fínt fyrir smábíl.

Staða ökumanns er góð og útsýni yfir veg er mjög gott. Það hefur alltaf einkennt Nissan Micra að staða ökumanns er nokkuð upprétt, slík staða er einmitt orsök þess að útsýnið er einkar gott.

Langkeyrsla á Micru er ekkert mál. Hljóðeinangrun, sem er einn mikilvægasti hlekkurinn í keðjunni sem þarf að vera til staðar svo langkeyrsla sé þægileg, er til staðar.

Hægt er að fá bílinn vel hlaðinn af aukabúnaði. Innréttingin er vel hönnuð, hún er einföld og stílhrein.

Ætti ég að kaupa Micra?
Vanti þig smábíl í snatt eða létt ferðalög þá er þetta bíll sem klárlega er vert að skoða. Hann er á góðu verði og hefur margt gott fram að færa.

Uppfærlsan er vel heppnuð og díselvélin er demantur sem er verðug einhverra verðlauna.

Hlaðbakar
Raun eyðsla
Hestöfl
Útlit
Gæði
Kalt mat
Verð kr.
Clio
6,3 lítrar
75-90
7
7
6
2.090.000 – 3.190.000
Pulsar
5,6 lítrar
110-115
8
8
8
2.650.000 – 3.550.000
V40
5,8 lítrar
120-245
8
8
7
3.990.000 – 6.190.000
Auris
4,5 lítrar
90-136
8
8
9
2.970.000 – 4.310.000
BMW 1
6,4 lítrar
150-190
8
8
9
3.890.000 – 4.690.000
C4 Cactus
6,1 lítrar
82-100
9
8
8
2.390.000-2.830.000
Golf
4,9 kg
105-300
7
8
8
3.090.000 – 7.090.000
Megane
5,5 lítrar
110-205
9
8
8
2.990.000 – 4.590.000
Baleno
5,5 lítrar
90-110
7
8
8
2.260.000 – 3.320.000
Corsa
6,8 lítrar
70-90
7
9
8
1.990.000 – 2.790.000
i30
7,5 lítrar
95-140
9
9
9
2.990.000 – 4.290.000
Micra
6,5/5,2 lítrar
90
8
8
8
2.090.000 – 2.790.000