Nissan Juke

Nissan Juke er fimm manna jepplingur frá Nissan sem tekst að vera bæði sportlegur og þægilegur í senn.

Bíllinn sem fenginn var til reynsluaksturs var fjórhjóladrifinn, sjálfskiptur 7 gíra, bensínbíll. Hann notaði 8,5 lítra á 100 kílómetrum.

Aksturseiginleikar bílsins eru mjög góðir. Hann býður upp á skemmtilega blöndu þæginda og sportlegrarhegðunar. Bíllinn liggur mjög vel á veginum og hefur mikið grip. Vélin hefur feyki nægan kraft til að toga bílinn hratt áfram.

Bíllinn hefur akstursstillingarnar Eco, Normal og Sport. Eins er hægt að velja að bíllinn noti aðeins drif á tveimur hjólum.

Ofboðslega skemmtilegur í akstri, steinliggur á veginum sérstaklega skemmtilegur fyrir bíl sem er í þessari hæð. Maður hefur raunar bæði útsýni og góða aksturseiginleika. Eins má ætla að bíllinn með sínu fjórhjóladrifi og veghæð sé afar góður í íslenskri vetrarfærð.

img_0422

Útlit bílsins er sérstakt og fyrir hvern og einn að gera upp skoðun sína á því.

Sætin í bílnum eru mjög þægileg og staða ökumanns í bílnum er afar góð. Bíllinn fer vel með fólk á langkeyrslu.

Fjöðrunin er stíf og sportleg, en er fljót að núlla út holur og mishæðir. Hún er í hastari kantinum en alls ekki óþægileg.

Pláss í aftursætum er ekkert sérstaklega gott og höfuðpláss aftur í sleppur fyrir fullorðið fólk en það má ekki miklu muna. Eins er skottið lítið. Bíllinn er allur mjög nettur fyrir aftan framsæti.

img_0425

Innrétting er snyrtileg og þægileg í notkun. Hún er þó ögn veikluleg. Ekki eins og hún detti í sundur samt en svona, það er kannski þunnt í henni.

Ætti ég að kaupa Nissan Juke?

Já bíllinn er skemmtilegur og þægilegur. Hvað veiklulega innréttingu varðar er Juke fyrirgefið allt slíkt þegar honum er aðeins gefið inn og hann rýkur af stað. Það er þó vert að athuga að ef þú ætlar þér að ferðast á Juke þá er líklegt að þú þurfir að setja tengdamömmubox á toppinn.

img_0424

Ef þig vantar mikið pláss og mikið rými í aftursætum þá er leitinni líklega ekki lokið með Nissan Juke. Hann er samt þess virði að prófa hann er virkilega skemmtilegur. Það er ekki hægt að undirstrika það nóg.

Jepplingar
Raun eyðsla
Hestöfl
Útlit
Gæði
Kalt mat
Verð kr.
Discovery Sport
6,5 lítrar
150-240
8
9
9
7.190.000 – 10.690.000
S-Cross
6,7 lítrar
120
8
8
8
3.890.000 – 5.980.000
Captur
5,9 lítrar
90
8
7
7
3.390.000 – 3.690.000
Evoque
7,8 lítrar
150-240
9
9
9
7.990.000 – 12.790.000
Tucson
8,8 lítrar
140
8
8
8
4.790.000 – 7.190.000
Vitara
8,0 lítrar
136-177
8
8
8
4.980.000 – 5.360.000
NX 300h
8,7 lítrar
197
9
9
9
7.150.000