Mercedes Benz C-Class

Mercedes Benz Class er skemmtilegur bíll og þægilegur. Hann hefur sterka nærveru og vekur athygli hvar sem hann fer.

Bíllinn sem fenginn var til reynsluaksturs var C400 4-Matic. Sjö gíra sjálfskiptur með möguleika á flipaskiptingu í stýri ef þess er óskað. Bíllinn notaði 10,2 lítra á hundrað kílómetra akstri.

Það vantar ekkert sem flokka má sem nýjustu tækni í nútímanum. Hiti í sætum, aðgerðastýri, hraðastillir og USB og Aux tengi… allt er þetta til staðar ásamt fleiru, minni í sætastillingum og Bluetooth kerfi eru þar á meðal.

Bíllinn er afar aflmikill og hefur gríðarlegt tog, útgáfan sem reynsluekið var, er 333 hestöfl sem er býsna gott. Það er nóg til að strekkja á húðinni á andliti ökumanns og farþega. Bremsurnar eru afar góðar og raunar er vandfundinn bíll sem er skemmtilegra að keyra á landinu í augnablikinu.

C-Class
C-Class er fallegur bíll með mikla nærveru, bíll sem tekið er eftir.

Þrátt fyrir aflið og hemlunargetuna gleymir bíllinn ekki að fara vel með ökumann og farþega. Sætin eru afar þægileg, askturinn er þýður eða því sem næst þegar þannig liggur við. Annars er hægt að stilla bílinn á þægindi, ECO eða Sport/Sport + stillingar. Það er því hægt að breyta aksturseiginleikum hans töluvert. Bíllinn breytir raunverulega um ham við stillingarnar.

Einhverjum kann að bregða við að lesa eyðslutölurnar en það má ekki gleymast að þrátt fyrir að hún sé hærri en gengur og gerist í stærðarflokknum nú til dags (reyndar ekki mikið en þó aðeins). Þá fyrirgefur maður það ansi fljótt þegar maður prófar að nota vélina um borð til að brenna það, þegar maður gefur inn er ekki annað hægt en að glotta við tönn.

Innrétting í C-Class
Innrétting í C-Class

Innréttingin er stílhrein og þægileg í notkun, hún er vel smíðuð, takkarnir passa vel og eru vel hannaðir. Afþreyingarkerfið virkar flókið við fyrstu kynni en þegar maður nær áttum tapar maður þeim ekki aftur. Það er þess virði að læra á græjurnar í bílnum því hljómurinn í þeim er afbragðs góður.

Bíllinn sem reynsluekið var er með fjórhjóladrifi sem skilaði sér vel, sérstaklega má sjá fyrir sér að það sé gagnlegt í snjó og hálku þá 9 mánuði á ári sem aðstæður eru þannig hér á landi.

Bíllinn er nokkuð rúmgóður, skottið er ágætt og pláss rými í aftursæti alveg nóg fyrir flesta fullorðna. Enda er bíllinn stór að utan og því eðlilega rúmgóður. Hann er lík afar þéttur og vel einangraður, hurðarnar virka nánast gegnheilar. Gæði og gaman eru aðalsmerki bílsins.

Ætti ég að kaupa C-Class?

Vantar þig fjölskyldubíl, stallbak sem gaman er að aka? Vilt þú fá meira út úr akstrinum en að komast bara í og úr vinnu? Þá já C-Class er klárlega bíll sem þú ættir að skoða.

Stallbakar
Raun eyðsla
Hestöfl
Útlit
Gæði
Kalt mat
Verð kr.
Corolla
7,3 lítrar
90-132
7
8
7
3.320.000 – 4.280.000
Avensis
7,8 lítrar
112-147
7
8
7
3.890.000 – 6.070.000
C-Class
10,2 lítrar
116-510
9
10
9
6.240.000 – 16.670.000