Mazda 6

Mazda 6 er fólksbíll sem er hægt að fá sem stallbak og skutbíl. Bíllinn er virkilega þægilegur og hentar gríðarlega vel í íslenskt ferðalag. Þetta er klassískur „roadtrip“ bíll.

Bíllinn sem fenginn var til reynsluaksturs var dísel skutbíll. Bíllinn notaði 6,7 lítra á hverjum hundrað eknum kílómetrum.

Bíllinn sem fenginn var til reynsluaksturs var einkar vel útbúinn. Sem dæmi má nefna sætishita í aftursætum, einskonar orustuþotuhraðamæli og Bose hátalarakerfi. Það má því segja að þarna hafi verið þjóðarétturinn á ferð. Ein Mazda með öllu.

Aksturinn var skemmtilegur, þægilegur og óvæntur. Það kom stöðugt á óvart á almennt illa lögðum sveitavegum hversu vel Mazda 6 hagaði sér og hversu vel hún fór með ökumann.

Bíllinn er spriklandi hress. Það er ekkert sem má finna að honum. Hann virkaði gegnheill og var skemmtilega þéttur, hurðar og innrétting virkuðu vel sett saman og það er ekki yfir neinu að kvarta.

Bíllinn hefur reffilegt útlit, hönnuðum hans hefur tekist það sem lang oftast mistekst. Það er að hanna fallegan [að mati þess sem hér skrifar] skutbíl, að stallbaknum ólöstuðum. Mazda 6 er myndarlegur bíll.
IMG_0303

Innréttingin er svöl, með viðbótum eins og orustuþotuskjánum og Bose hljóðkerfinu er ekki við örðu að búast.

Bíllinn er rúmgóður. Maður upp á 180 cm komst vel fyrir aftur í. Skottið er gott líka. Bíllinn er stór og því nóg pláss fyrir allt og alla sem bílnum er ætlað að rúma.

Aksturinn var í hreinskilni sagt eins líkur töfrateppinu hans Alladín og blaðamaður getur ímyndað sér að hægt sé að komast utan Dinsey mynda.

Ætti ég að kaupa Mazda 6?
Ofanritað kann að hljóma eins og innatómur lofsöngur tiltölulega reynslulítils bílablaðamanns. En staldraðu við og veltu því alvarlega fyrir þér að kaupa, prófa eða skoða meira um Mazda 6 ef þú ert á markaðnum að leita að bíl í þessum stærðarflokkum.

Skutbílar
Raun eyðsla
Hestöfl
Útlit
Gæði
Kalt mat
Verð kr.
Clio
6,3 lítrar
75-90
7
7
6
2.360.000 – 3.250.000
Auris
4,5 lítrar
90-136
8
8
9
3.420.000 – 4.730.000
308
5,4 lítrar
120-180
8
7
8
3.990.000 – 5.690.000
Levorg
9,2 lítrar
170
8
8
9
5.290.000 – 5.690.000
Octavia Scout
6,9 lítrar
150-184
8
9
9
5.610.000 – 6.110.000
Cee´d
6 lítrar
90-204
7
8
9
2.990.000 – 4.990.000
Avensis
7,8 lítrar
112-147
7
8
7
3.890.000 – 6.070.000
Mazda 6
6,7 lítrar
145-192
9
9
9
3.890.000 – 6.090.000
Superb
6,8 lítrar
120-190
9
8
9
4.790.000 – 6.320.000