Lexus RX

Lexus RX er fimm manna jeppi frá Lexus. Bíllinn er lúxusvagn og hefur margt gott til brunns að bera. Heimili Lexus á Íslandi er í Kauptúni, Garðabæ.

Bíllinn sem fenginn var til reynsluaksturs er sjálfskiptur, bensínbíll sem notaði 9,4 lítra á hverjum hundrað kílómetrum. Bíllinn býr yfir Hybrid eiginleikum sem eru ástæða þess að eyðslan er ekki meiri.

Eyðslan er ekki aðalatriðið í Lexus RX línunni. Þægindi og vænleiki bílsins er aðalatriði. Hefur RX það sem þarf til að standa undir væntingum og vilja Lexus um lúxus? Það er það sem skiptir mestu máli í þessu samhengi.

Fjöðrunin er vægast sagt mikilvægur þáttur bíla almennt, fjöðrunin í RX er hefur algera yfirburði yfir aðra lúxusbíla í sama stærðarflokki. Hún er eiginlega sturluð.

Hljóðeinangrunin er auðveldlega ein sú allra besta sem finna má.

Aksturseiginleikar bílsins eru að mati blaðamanns nákvæmlega eins og við er að búast af Lexus, stýringin er eins og hugur manns ökumaður stýrir meira með handleiðslu en handafli.

Innréttingin er seinfyrnd, klassísk. Klukkan í mælaborðinu er með vísum, sem segir margt um karakter bílsins og jafnvel hugsanlegan markhóp.

Fyrir hvern er Lexus RX þá?

Lexus RX byrjar í 11.300.000 kr. sem þýðir að ekki hver sem er getur keypt bílinn. Kaupendur eru líklegir til að vera vel stæðir borgarar sem jafvel stunda skíða- og sumarbústaðaferðir af áfergju.

Málið með RX er að ef allir gætu sett rúmar 11 milljonir í bíl þá væri þetta bíll fyrir alla. Því hann er svo ofboðslega góður.

Ætti ég að kaupa Lexus RX?

Vanti þig jeppa með gott skott og afburða þægindi þá er Lexus RX bíll sem þú þarft alvarlega að skoða.