Lexus NX 300h

Lexus NX 300h er fimm manna jepplingur fáanlegur hjá Lexus á Íslandi. Lexus hefur lúxus, gæði og kraft að leiðarljósi. Bíllinn er afar skemmtilegur í akstri og við smíði og hönnun hans hefur tekist vel til við að ná markmiðum um fágun.

Bíllinn sem fenginn var til reynsluaksturs var sjálfskiptur hybrid bíll sem notaði 8,7 lítra af bensíni á hverjum 100 eknum kílómetrum.

Bíllinn er bæði eins og hásæti og hægindastóll í senn. Hann er þægilegur í umgengni og staða ökumanns gefur góða yfirsýn yfir veginn. Þrátt fyrir það er hann líka afar þægilegur í akstri og hann er þýðir og ljúfur.

Bíllinn er hljóðlátur og þó nokkuð hljóðlátari en Toyota bróðir sinn sem er Rav4. Það er alvarlega vert að íhuga á annað borð að kaupa Lexus NX 300h fram yfir Rav4 en þó munar talsvert í verðinu (1.66 milljón króna) ef Hybrid bíll er miðaður við Hybrid bíl.

Hybrid kerfið er öflugt og bíllinn ekur talsvert á rafmagninu ef maður vandar sig. Það er vel hægt að keyra hann innanbæjar á rafmagninu og þar með spara eldsneyti.

Sætin í bílnum eru sem áður segir þægileg og innvolsið í bílnum er vel hannað og smekklegt. Töffaraskapurinn drýpur af honum en glæsileikinn er samt mikill.

Innréttingin er falleg og þægileg í notkun, allir takkarnir í henni eru innan seilingar og vel settir í. Það er hægt að ganga að öllu vísu og hlutirnir eru þar sem maður býst við að þeir séu og gera það sem maður býst við að þeir geri.

Bíllinn er rúmgóður, skottið er stórt og fótapláss aftur í er fínt. Skottið er þar að auki rafstýrt.

Hægt er að stilla bílinn á Sport stillingu, venjulega og rafmagns. Það hefur áhrif á aksturseiginleika bílsins og hann verður skarpari á öllum sviðum í Sport stillingunni.

Útlit bílsins er stílhreint og smekklegt en eftirtektarvert á sama tíma. Það er alltaf gaman að vera á bíl sem tekið er eftir.

Hægt er að fá allt mögulegt og ómögulegt sem aukabúnað í Lexus NX. Það er svo margt að ómögulegt er að telja það upp.

Ætti ég að kaupa NX 300h?
Í stuttu máli: já ef þig vantar jeppling sem er þægilegur og flottur. Það er vandfundinn betri jepplingur sem er jafn öflugur og Lexus NX 300h.

Hann þarf vissulega að sætta sig við harða samkeppni frá Hyundai  jepplingunum; Santa Fe og Tucson, en hefur margt gríðarlega gott að bjóða.

Jepplingar
Raun eyðsla
Hestöfl
Útlit
Gæði
Kalt mat
Verð kr.
Discovery Sport
6,5 lítrar
150-240
8
9
9
7.190.000 – 10.690.000
S-Cross
6,7 lítrar
120
8
8
8
3.890.000 – 5.980.000
Captur
5,9 lítrar
90
8
7
7
3.390.000 – 3.690.000
Evoque
7,8 lítrar
150-240
9
9
9
7.990.000 – 12.790.000
Tucson
8,8 lítrar
140
8
8
8
4.790.000 – 7.190.000
Vitara
8,0 lítrar
136-177
8
8
8
4.980.000 – 5.360.000
NX 300h
8,7 lítrar
197
9
9
9
7.150.000