Lexus IS 300h

Lexus IS 300h er stallbakur í sportbíla líki, honum er ætlað að vera lúxus kaggi. Bíllinn er myndarlegur, svo ekki sé meira sagt. Hann er fimm manna.

Bíllinn sem reynsluekið var notaði 6,7 lítra af eldsneyti. Bíllinn kemur með þremur akstursstillingum. ECO, Normal og Sport. Fáir bílar bjóða upp á eins mikil hamskipti við það eitt að snúa takka. Bíllinn er hybrid og keyrir bæði á rafmagni og eldsneyti, eðli máls samkvæmt.

Munurinn á ECO og Sport stillingunum er gríðarlegur, bíllinn hagar sér hreinlega allt öðruvísi. Þegar þú ert búinn að aka rólega og skynsamlega á áfangastað aftur og aftur og aftur, getur þú sett í spari gírinn. Sá sparigír er ekki til að spara eldsneyti, hann er til spari. Hann er til þess að endurvekja akstursalsælu þeirra sem sitja við stýrið.

Í ECO er bíllinn ljúfur og eins og lamb í úlfagæru. Hann hefur úlfslegt, grimmilegt og reffilegt, töff útlit en þangað til hann er settur í Sport er hann eins og lamb að leika sér við. Eftir að IS 300h er smellt í Sport breytist hann í úlfinn sem hann virðist vera við fyrstu sýn.

Sætin eru ágæt, þau styðja vel við í beygjum en gefa kannski helst til lítið eftir í sportútgáfunni ef ekið er ofan í holu. Útsýnið fínt, útsýni ökumanns í sport-(legum) bílum vill oft verða lítið en í Lexus IS 300h er ekki hægt að greina að neitt skorti af því.

Hljóðeinangrunin er ágæt enda er Lexus IS 300h vel smíðaður bíll og því einskis annars að vænta en að hljóðeinangrun sé ágæt.

Bíllinn hefur allt sem sportlegur stallbakur ætti að hafa, topplúga og kraftur eru raunar eina sem þarf. Hann hefur bæði. Hins vegar eins og áður gat, hefur bíllinn þann kost að hann er ekki alltaf á fullu afli. Eins er hann hybrid. Stundum notar hann einungis rafmang sem hjálpar við eldsneytisnotkun.lexus is 300h innrétting

Innréttingin í Lexus IS 300h mætti vera nútímalegri. Bíllinn er einskonar blanda af nútímalegum sportbíl og klassískum eðalvagn (að innan það er að segja) klukkan í miðri innréttingunni er besta dæmið um það. Hún er með vísum eins og hver önnur eldhúsklukka.

Gott pláss er aftur í, sérstaklega miðað við svona sportstallbak. Sama má segja um skottið sem er mátulega rúmgott fyrir bíl af þessari gerð.

Ætti ég að kaupa Lexus IS 300h?
Ef þig langar í sportlegan stallbak sem býður upp á gott rými og kann að haga sér þegar á þarf að halda. Þá gæti Lexus IS 300h vel verið bíllinn fyrir þig. Bíllinn er eins og áður sagði einkennileg blanda af klassík og nútímalegum kagga sem virkar á einhvern undarlegan hátt. Bíllinn er svona eins og Malt og Appelsín, gott hvort í sínu lagi en á einhvern furðulegan hátt virka enn betur saman.

Sportbílar
Raun eyðsla
Hestöfl
Útlit
Gæði
Kalt mat
Verð kr.
GT86
9,5 lítrar
200
8
7
9
7.330.000 – 7.460.000
IS 300h
6,7 lítrar
223
9
8
9
6.400.000