Land Rover Discovery Sport

Land Rover Discovery Sport er fimm manna, fimm dyra jepplingur. Fyrstu kynnin af bílnum voru góð, hann er þéttur og þægilegur og þræl sprækur.

Bíllinn sem fenginn var til reynsluaksturs var Land Rover Discovery Sport HSE 2,0 lítra dísel. Eldsneytisnotkunin var 6,5 lítrar í blönduðum akstri. Það viðurkennist að það kom virkilega skemmtilega á óvart.

Bíllinn kemur með stillingum sem passa upp á að hegðun hans sé viðeigandi á öllum mögulegum yfirborðum. Í reynsluakstrinum reyndi meðal annars á malarstillinguna, sem virkaði vel, það var nánast eins og að keyra á malbiki.

Hálkuvörnin fékk að spreyta sig, bíllinn bremsar vel í hálku og hálkuvörnin heldur bílnum á veginum í mikilli hálku, sem er auðvitað hennar helsta hlutverk. Hún sinnir því vel.

Bílnum var ekið á þröngum hæðóttum vegum, ekta íslenskum vegi í stuttu máli. Það var orðið dimmt og háuljósin því nauðsynleg, bíllinn kveikti þau sjálfur enda ljósin stillt á „Auto“ hann slökkti þau svo á hárréttum tímapunkti þegar bíll kom á móti eða þegar blaðamaður nálgaðist bíl.

Innréttingin er þægileg að umgangast, það er ekkert verið að flækja hlutina. Aksturstölvunni er stýrt frá ljósastönginni við stýrið, það er afskaplega einfalt, einn takki sem flakkar á milli upplýsinga.

Umgengni við bílinn er þægileg, bíllinn er í skemmtilegri hæð til að setjast inn í, hann er með góðu skotti, sérstaklega þegar aftursætin eru færð framm. Aftursætin eru á sleða eins og hefðbundið er að framsæti séu. Fótaplássið aftur í er mjög gott en það er eigandans að velja hvort hann vilji fórna því fyrir enn meira skottpláss, hann getur gert það á einfaldan hátt. Eins er hægt að fella aftursætin niður með tökkum í skottinu.

Skotthleranum er líka lokað með takka, sem er mjög þægilegt. Slíkur búnaður er auðvitað óþarfur enda auðvelt að loka skotti. Búnaðurinn hefur þó sína kosti, til að mynda er hann líklegur til að fara töluvert betur með perur í afturljósum sem ætti að auka endingu þeirra.

Ætti ég að kaupa Discovery Sport?
Já, ef þú vilt eignast bíl sem eyðir litlu og lyftir farþegum aðeins upp af veginum, þægilegt er að setjast inn í og umgangast, þá er Land Rover Discovery Sport, góður kostur fyrir þig.

Jepplingar
Raun eyðsla
Hestöfl
Útlit
Gæði
Kalt mat
Verð kr.
Discovery Sport
6,5 lítrar
150-240
8
9
9
7.190.000 – 10.690.000
S-Cross
6,7 lítrar
120
8
8
8
3.890.000 – 5.980.000
Captur
5,9 lítrar
90
8
7
7
3.390.000 – 3.690.000
Evoque
7,8 lítrar
150-240
9
9
9
7.990.000 – 12.790.000
Tucson
8,8 lítrar
140
8
8
8
4.790.000 – 7.190.000
Vitara
8,0 lítrar
136-177
8
8
8
4.980.000 – 5.360.000
NX 300h
8,7 lítrar
197
9
9
9
7.150.000