Land Rover Discovery 5

Land Rover Discovery, eða „Disco“ eins og bílarnir eru gjarnan kallaðir var uppfærður fyrir skemmstu. Breytingarnar voru meira en á yfirborðinu og heppnuðust að mati blaðamanns afar vel. Heimili Land Rover á Íslandi er BL.

Bíllinn sem fenginn var til reynsluaksturs var 2,0 lítra, 240 hestafla. HSE bíll, 8 gíra sjálfsskiptur. Hann notaði 8,5 lítra af dísel á hverjum 100 eknum kílómetrum.

Innréttingin er ofboðslega snyrtileg og þægileg í notkunn. Í henni er risavaxinn skjár, þaðan sem afþreyingarkerfinu er stýrt.

Bílinn er hægt að fá sem sjö manna.

Hann er algjör kílómetrakjaftur, íslensk þýðing og staðfæring á enska orðinu „milemuncher“ sem þýðir að bíllinn étur hreinlega upp kílómetrana og hefur gaman af, eins og manneskja sem kjammsar á góðum mat. Þá skiptir litlu fyrir Disco-inn hvort kílómetrarnir eru með bundnu eða lausu slitlagi, hann gúffar þá alla í sig, kjammsar á þeim og sleikir út um.

Bíllinn á mjög auðvelt með léttar torfærur og honum eru allir slóðar færir. Discovery dugar þó ekki að vera góður utan vega og í eiginlegum vegleysum. Hann svínvirkar líka á malbikinu bæði inna og utan borgarmarkanna. Hann er lipur í akstri og fer vel með hraðahindranir, hringtorg og holur. H-in þrjú sem leika okkur sem búum í þéttbíli gjarnan mjög grátt.

Bíllinn er stór um sig enda er ekki annars að vænta af svona rúmgóðum eðalvagni. Þó er hann ekki of stór til að leggja í hefðbundin bílastæði, nokkuð auðveldlega. Auðvitað má finna minni bíla sem auðveldara er að leggja en bílastæði eru ekki vandamál á Discovery.

Land Rover Discovery hefur alltaf átt að sameina gæti og getu í einum og sama bílnum. Þessi nýjasta útgáfa, Discovery 5 er holdgervingur þess. Fjölhæfari bílar eru vandfundnir!

Útlit bílsins er sennilega ein stærsta breytingin og dæmi hver fyrir sig. Mat blaðamanns er að vel hafi tekist til að lang mestu leyti með hönnun ytra byrðis.

Þægindin eru mikil og það er ekki að finna á neinn hátt að til hafi verið spara. Eftir rúmlega þriggja klukkustunda akstur, viðstöðulaust var blaðamaður ekki var við neina þreytu. Sá akstur fór vel að merkja fram bæði á malar slóðum og malbiki.

Staða ökumanns er mjög góð og útsýni ökumanns er mjög gott.

Það er sjaldgæft að finna bíla sem eru svona heilsteyptir. Bíllinn er eins og vönduð borðplata og rándýrt parket, gegnheill. Græjurnar eru ekki af skornum skammti í þessum bíl. Takkaóðir ættu að finna margt skemmtilegt til að skoða og fikta í í þessum bíl.

Ætti ég að kaupa Discovery?
Vantar þig lúxusjeppa sem kemst allt sme hugurinn girnist? Þá já. Vanti þig bíl sem þjónustar þig og þína af stakri prýði, þá já.

Bíllinn er raunar hinn vænlegasti kostur fyrir afskaplega breiðan hóp fólks. Verðið er vissulega hátt að mati margra en svona eðalvagn má líka kosta sitt. Það eru fáir ef einhverjir bílar sem geta keppt við Discovery.

 

Jeppar
Raun eyðsla
Hestöfl
Útlit
Gæði
Kalt mat
Verð kr.
X5
9,8 lítrar
231-381
9
9
10
8.490.000 – 13.390.000
X5 PHEV
afstætt
313
9
10
9
9.490.000
F-Pace
7,9 lítrar
180-380
9
9
10
7.490.000-14.690.000
Q5
6,8 lítrar
190-252
9
10
10
7.290.000-10.320.000
Discovery
8,5 lítrar
180-340
9
10
10
9.390.000-15.790.000