Kia Sportage

Kia Sportage er fimm manna jepplingur frá Kia. Bíllinn hefur notið mikilla vinsælda og er töluvert af Sportage í umferðinni á Íslandi. Hann fæst hjá Öskju bílaumboði.

Bíllinn sem fenginn var til reynsluaksturs var með 2,0 lítra dísel vél. Hann er 6 gíra sjálfskiptur. Bíllinn notaðir 7,8 lítra af dísel á hverjum 100 eknum kílómetrum.

Bíllinn er afar notalegur, hann fer vel með ökumann og farþega. Fjöðrunin er góð og sætin eru þægileg. Hann tæklar hraðahindranir og holótta vegi vel. Staða ökumanns er mjög góð, maður sér vel yfir veginn framundan og situr hátt.

Eins er umgengni um bílinn eins og vill verða með jepplingana mjög þægileg. Hæðin á honum er þannig að maður sest inn í bílinn en ekki niður í hann eða upp í hann.

Afþreyingakerfið er nokkuð gott, afar stílhreint og einfalt í notkun. Sama má segja um miðstöðina í bílnum. Takkarnir eru nákvæmlega þar sem maður býst við þeim og ekkert vesen á þeim. Allt innan seilingar.

Kia Sportage er myndarlegur bíll sem er tiltölulega hlutlaus í útliti. Hann er einfaldur og smekklegur í útliti.

Skiptingin er annað veifið eins og úr takti við ökumann og bíllinn missir úr slag ef svo má segja. En það er eini ókostur bílsins.

Skottið er nokkuð stórt fyrir bíl í þessum flokki. Raunar er bíllinn allur rúmgóður, fótapláss aftur í er mjög gott og höfuðpláss mjög gott.

Bíllinn er nokkuð þéttur. Það er alls ekki mikið veghljóð inn í bíl. Eins virkar bíllinn gegnheill í allri umgengni; hurðar og takkar eru vel sett saman.

Í samanburði við Rav4 og CR-V er helsti munurinn fólginn í því að staðalbúnaðurinn í EX týpunni af Sportage er töluvert meiri en í hinum tveimur.

Sportage EX er hlaðinn búnaði, hann hefur til að mynda hita í fram- og aftursætum og hita í stýri að staðaldri. Eins er að finna 4×4 læsingu á miðdrifi, bakkmyndavél og bakkskynjara í EX að staðaldri.

Ætti ég að kaupa Sportage?
Ef þú ert á markaðnum í leit að jeppling þá er Kia Sportage sannanlega þess virði að skoða.

Hann er afar góður og á frábæru verði fyrir bíl sem er svona vel búinn.

Jepplingar
Raun eyðsla
Hestöfl
Útlit
Gæði
Kalt mat
Verð kr.
Discovery Sport
6,5 lítrar
150-240
8
9
9
7.190.000 – 10.690.000
Tucson
8,8 lítrar
140
8
8
8
4.790.000 – 7.190.000
CR-V
5,8 lítrar
120-160
8
9
9
4.390.000-6.890.000
Sportage
7,8 lítrar
115-177
8
8
8
4.390.000-6.390.000