Kia Niro

Kia Niro er nýr, fimm manna jepplingur, eða fjölnota bíll frá Kia. Bíllinn er afar skemmtilegur, léttur og lipur í akstri. Heimili Kia á Íslandi er Askja bílaumboð.

Bíllinn sem fenginn var til reynsluaksturs var sjálfsskiptur 6 gíra Hybrid sem notaði 5,2 lítra af bensíni á hverjum hundrað eknum kílómetrum.

Sjálfskiptingin er góð og virkar eins og hugur manns. Það er ekkert vandamál þar. Eins er bíllinn þjáll og þéttur í akstri. Aflið er mátulegt, alls ekki skortur þar á.

Innréttingin er flott, það er ýmislegt í henni sem nota má en fátt sem er óþarft. Skynsemin og einfaldleikinn hafa verið látin ráða ríkjum við hönnun bílsins og það er afar vel.

Staða ökumanns er fín, útsýni yfir veg er gott og vegna þess að hann er eins og lyftur fólksbíll eða lágur jepplingur þá er afar gott að ganga um bílinn og maður situr hærra en í hefðbundnum fólksbíl.

Afþreyingarkerfið er mjög aðgengilegt og þægilegt. Niro býður upp á allt það helsta.

Farþegarými bílsins er allt hið snyrtilegasta og hreinlega bara nokkuð huggulegt. Sætin eru þægileg, ökumaður verður lítið var við þreytu eða verki á langkeyrslu.

Rými í aftursætum er mjög gott og það er nægt höfuðpláss.

Farangursrýmið er nokkuð gott. Það mælist 427 lítrar og aftursætin eru niðurfellanleg, við það eykst farangursrýmið um tæpa 1000 lítra.

Bíllinn er fallegur í útliti og smekkvís hönnunin er lýsandi fyrir aksturseiginleika bílsins. Hann er nokkuð sportlegur en fyrst og fremst þjáll og þýður, bæði í útliti og akstri.

Hægt er að setja í Sport sillingu og þá verður bíllinn kvikari og sneggri. Sem er vel við og við, þegar þannig liggur á ökumanni.

Ætti ég að kaupa Niro?

Vanti þig vandaðan fólksbíl sem hefur upp á góða akstursstöðu að bjóða og er auðveldur og þægilegur í daglegri umgengni, þá er Niro kostur sem þú ættir alls ekki að horfa framhjá.

Helstu keppinautar Niro eru að mati blaðamanns; Citroen Cactus, Peugeot 3008 og hugsanlega BMW 2 Active Touring. Niro stendur vel í þeim og velji nú hver fyrir sig.

Keppinautar
Raun eyðsla
Hestöfl
Útlit
Gæði
Kalt mat
Verð kr.
BMW-2
6,6 lítrar
136-190
8
9
9
4.590.000
Captur
5,9 lítrar
90
8
7
7
2.690.000 – 3.290.000
C4 Cactus
6,1 lítrar
82-100
9
8
8
2.390.000-3.190.000
Niro
5,2 lítrar
141
8
8
8
4.190.777-4.690.777