Hyundai Santa Fe

Hyundai Santa Fe er jepplingur sem er gaman að keyra og hann er afar vel heppnaður. Bíllinn er raunar algjör demantur.

Bíllinn sem fenginn var til reynsluaksturs var Premium útgáfan. Vélin var 2,2 lítra dísel vél. Hún notaði 7,7 lítra í blönduðum akstri.

Bíllinn var sjálfskiptur, 6 gíra. Hann vann sinn flokk í sparaksturskeppni Atlantsolíu í sumar. Hann er því sparsamasti bíllinn í sínum flokki.

Premium bíllinn er drekkhlaðinn allskonar aukabúnaði sem allir sem hafa gaman af græjum og tökkum geta leikið sér að heillengi. Það er magnað hvað er hægt að pakka í einn bíl.

img_0430

Þrátt fyrir græjuflóðið er rétt að ítreka að innréttingin er einkar þægileg í notkun og hefur marga kosti. Allt er innan seilingar. Það vill stundum verða í jepplingum að maður þarf að teyjga sig aðeins til að ná í alla takkana. Það gildir ekki um Santa Fe.

Auk þess er aðgerðarstýrið afar notendavænt, ásamt því að afþreyingarkerfið er mjög viðmótsþýtt.

Akstursstillingarnar á bílnum eru Sport, Normal og Eco. Þær gera eins og segir á takkanum. Flestir munu einfaldlega stilla á Eco og aka þar þangað til einn daginn vaknar púki í ökumanninum og bílnum er skellt í Sport. Þá er hægt að hafa enn meira gaman af honum. Þá er vert að nefna að Premium bíllinn leggur sér sjálfur.

img_0427

Sem dæmi um aukabúnað í reynsluakstursbílnum má nefna: Brekkuskriðvörn, hefðbundna skriðvörn, speglavara og akreinavara, læsingu á drifi, hita í stýri, ádrepara og hita og kælingu í framsætum ásamt því að hiti er í aftursætum.

Það er eitt sem er sérstaklega skemmtilegt smáatriði og vert er að nefna. Það er áttaviti í baksýnisspeglinum. Það er mikil snilld. Hefur ekkert gríðarlega mikið notagildi, en þó gaman að geta fylgst með í hvaða átt maður stefnir. Sérstaklega fyrir áttavilta eins og þann sem þetta ritar.

En nóg um aukabúnað. Santa Fe er afskaplega þægilegur í akstri og þýður. Hann er hljóðlátur og fer vel með ökumann. Hann er raunar virkilega þægilegur. Það sama gildir um farþega. Það er ekki veikan blett að finna á þessum bíl.

Fótapláss aftur í er afar gott, hægt að færa aftursætin fram og aftur en þá auðvitað á kostnað farangursrýmis. En það gerir lítið sem ekkert til því farangursrýmið er býsna gott.

img_0429

Það er eitt sem Santa Fe hefur sem aðra jepplinga vill vanta. Hann er myndarlegur, útlitið er ekki að skemma neitt fyrir honum. (Að mati blaðamanns)

Ætti ég að kaupa Santa Fe?

Ert þú að leita að fjölskyldubíl til að skapa minningar með þínum nánustu, eða viltu sitja ögn ofar í lúxus og njóta þess að aka góðum bíl sem hefur allan pakkan?

Sama hvort lýsingin á við um þig þá er Santa Fe klárlega þess virði að íhuga alvarlega. En Santa Fe keppir auðveldlega við sér dýrari bíla. Eins og sjá má í töflunni hér að neðan.

 

Jepplingar
Raun eyðsla
Hestöfl
Útlit
Gæði
Kalt mat
Verð kr.
Discovery Sport
6,5 lítrar
150-240
8
9
9
7.190.000 – 10.690.000
S-Cross
6,7 lítrar
120
8
8
8
3.890.000 – 5.980.000
Captur
5,9 lítrar
90
8
7
7
3.390.000 – 3.690.000
Evoque
7,8 lítrar
150-240
9
9
9
7.990.000 – 12.790.000
Tucson
8,8 lítrar
140
8
8
8
4.790.000 – 7.190.000
Vitara
8,0 lítrar
136-177
8
8
8
4.980.000 – 5.360.000
NX 300h
8,7 lítrar
197
9
9
9
7.150.000