Hyundai Ioniq Plug-in Hybrid

Hyundai Ioniq Plug-in Hybrid, eða tengiltvinnbíll, er fimm manna stallbakur frá Hyundai. Heimili Hyundai á Íslandi er BL.

Bíllinn sem fenginn var til reynsluaksturs var tengiltvinnbíll sem notaði 4,9 lítra af eldsneyti á hverjum 100 eknum kílómetrum, þegar hann er algjörlega óhlaðinn. Hann var sex gíra sjáfskiptur.

Hann fer um 45 kílómetra á rafmagninu einu, fullhlaðinn, sé þess óskað. Eyðslan myndi minnka talsvert ef hann væri hlaðinn en þá þarf að fara að spá fyrir um akstur hvers og eins til að setja fram tölu og hversu duglegur hver og einn er að hlaða. Það er því tilgangslaust að reyna.

Bíllinn er afar þéttur og góður, hann er vandaður og skemmtilegur.

Aksturseiginleikar bílsins eru góðir, hann er lipur og léttur á sér. Krafturinn er nokkuð góður og ekki skemmir að hafa rafmagnið til að rúnta um á í 45 km.

Bíllinn sjálfur er afar þægilegur, hann hefur upp á að bjóða einkar rúmgott farþegarými. Nóg pláss er fyrir allt og alla. Skottið er þar að auki nokkuð gott.

Innréttingin er fáguð og laus við allt pjátur. Hún er hönnuð til að vera notendavæn, það skín í gegn.

Bíllinn er vel búinn og hægt að fá með öllum nýjustu tólum. Eins er hægt að fá hita í öll sæti og stýri og margt margt fleira.

Stilla má bílinn í Eco, Normal og Sport og hann er einkar skemmtilegur í akstri, sérstaklega í Sport. Þá er hann fljótur upp og líflegur í akstri.

Útlit bílsins er sportlegt og stílhreint. Hann er með góða blöndu mjúkra og hvassra lína. Hann er nokkuð sportlegur í útliti.

Ætti ég að kaupa Ioniq tengiltvinnbíl?
Já, ef þig vantar vandaðan og góðan bíl sem sinnir öllum helstu þörfum fólks og getur sparað þér talsvert í eldsneytiskostnað, þá er þetta klárlega bíllinn fyrir þig.

Ioniq Plug-in Hybrid er afar góður bíll sem vel má mæla með. Eini hausverkurinn er raunverulega hvort velja eigi tengiltvinn-útgáfuna eða hreina rafmagnsútgáfu. Það er þó hvers og eins að gera upp við sig. Báðir eru þeir framúrskarandi góðir fólksbílar á sanngjörnu verði.

Stallbakar
Raun eyðsla/drægni
Hestöfl
Útlit
Gæði
Kalt mat
Verð kr.
Corolla
7,3 lítrar
90-132
7
8
7
3.180.000 – 4.280.000
Avensis
7,8 lítrar
112-147
7
8
7
3.320.000 – 6.070.000
C-Class
10,2 lítrar
116-510
9
10
9
5.450.000 – 14.410.000
Ioniq EV
200+ km
120
8
9
9
3.890.000 – 4.390.000
Ioniq Hybrid
4,9 lítrar
106/60
8
8
9
4.490.000 – 4.790.000