Hyundai i30

Hyundai i30 er hlaðbakur sem hefur notið talsverðra vinsælda frá því hann kom fyrst á markað árið 2007. Nýja kynslóðin er ekki líkleg til neins annars en að auka vinsældir bílsins. Hyundai i30 er fáanlegur hjá BL í Kauptúni.

Bíllinn sem fenginn var til reynsluaksturs var sjálfskiptur, 6 þrepa, bensín bíll með 1,4 lítra vél og notaði 7,5 lítra á hverjum hundrað eknum kílómetrum.

Staða ökumanns er mjög góð, ökumaður hefur góða yfirsýn, nær í alla takka sem hann vill geta náð í. Engir stórir blindir punktar eru og að því leyti því mjög þægilegt að aka bílnum.

Sætin eru mjög þægileg og það er ekkert vesen að aka bílnum samfleytt í 4-5 klukkustundir. Eins er vert að nefna að bíllinn er hljóðlátur, bæði heyrist lítið í vélinni inn og veghljóð er minna en í mörgum keppinautum hans.

Innréttingin er snyrtileg og smekkleg, hún er afar vönduð og þétt. Takkarnir eru vel í settir. Útlitið er nútímalegt og er greinilega breytingu að finna á bílnum. Hann er allur þéttari en fyrirrennari hans.

Rými aftur í er gott, bíllinn er fær um að ferja fimm fullorðna. Fótaplássið er fínt og eins er höfuðplássið gott. Skottið er ágætt í bílnum.

Aksturseiginleikar bílsins eru einstakir, hann er afar rásfastur. Gripið kemur á óvart, bíllinn er eins og sportbíll í akstri en hefur liðleika og þægindin sem eiga að fylgja hinum klassíska hlaðbak. Hann er bæði úlfurinn og lambið, hann er UFC meistarinn sem er grænmetisæta.

Aflið í bílnum kemur verulega á óvart. Það er ekki hægt að segja annað en að togið, vinnsla og snerpan komi á óvart. Hyundai i30 var ekki fyrsti hlaðbakurinn sem kom upp í huga fólks sem leiddi hugan að hraðskreiðum hlaðbak. Hins vegar verða allir að endurstilla slíkar hugsanir, þvílík vél!


Útlit bílsins er skemmtilegt og snaggaralegt. Hann er flottur frá öllum sjónarhornum, ekki skemmir að hafa bílinn á flottum álfelgum og jafnvel með topplúgu. Alveg strípaður er hann líka augnayndi.

Ætti ég að kaupa i30?

Eftir þónokkuð ítarlegan reynsluakstur tekst blaðamanni ekki að finna veikan blett á bílnum. Bílabálkur mælir með nýjum uppfærðum Hyundai i30. Afbragðs góður hlaðbakur hér á ferð og eru kjarakaup í bílnum. Annar eins hlaðbakur er vandfundinn.

Cee´d
6 lítrar
90-204
7
8
9
2.690.000 – 4.290.000

Hlaðbakar
Raun eyðsla
Hestöfl
Útlit
Gæði
Kalt mat
Verð kr.
Clio
6,3 lítrar
75-90
7
7
6
2.090.000 – 3.190.000
Pulsar
5,6 lítrar
110-115
8
8
8
2.650.000 – 3.550.000
V40
5,8 lítrar
120-245
8
8
7
3.990.000 – 6.190.000
Auris
4,5 lítrar
90-136
8
8
9
2.970.000 – 4.310.000
BMW 1
6,4 lítrar
150-190
8
8
9
3.890.000 – 4.690.000
C4 Cactus
6,1 lítrar
82-100
9
8
8
2.390.000-2.830.000
Golf
4,9 kg
105-300
7
8
8
3.090.000 – 7.090.000
Megane
5,5 lítrar
110-205
9
8
8
2.990.000 – 4.590.000
Baleno
5,5 lítrar
90-110
7
8
8
2.260.000 – 3.320.000
Corsa
6,8 lítrar
70-90
7
9
8
1.990.000 – 2.790.000
i30
7,5 lítrar
95-140
9
9
9
2.990.000 – 4.290.000