Honda CR-V

Honda CR-V er fimm manna jeppi frá Honda sem hefur notið gríðarlegarar velgengni á Íslandi undanfarin ár. Bíllinn fæst hjá Bernhard.

Bíllinn sem fenginn var til reynsluaksturs var framhjóladrifinn, beinskiptur 6 gíra af Elegance gerð, með 1,6 lítra dísil vél. Bíllinn notaði 5,8 lítra af eldsneyti á hverjum eknum 100 kílómetrum, sem er gríðarlega vel gert fyrir bíl í þessari stærð.

Bíllinn steinliggur á veginum. Hann hefur afburðar mikið grip og afar góða fjöðrun.

Hann er afskaplega þægilegur í akstri, hann er bæði hljólátur og aflmikill. Aflið kemur sér vel til skila og bíllinn togar afar vel. Hann blæs á allar mýtur um leiðinlegt tog í dísel vélum.

Innréttingin er einföld og stílhrein. Takkarnir í afþreyingakerfinu eru helst til litlir, en það er eini ókostur bílsins.

Bíllinn er afar rúmgóður, fótapláss aftur í er gríðarlega gott og vel pláss fyrir þrjá fullorðna þar. Eins er vert að nefna að skottin verða ekki mikið stærri í bílum í þessum flokki.

Staða ökumanns er sérstaklega góð. Ökumaður hefur góða yfirsýn yfir veginn framundan auk þess að sjá vel til hliðanna. Blindir punktar eru litlir.

Bíllinn er gegnheill og svínvirkar. Hann hentar íslenskum aðstæðum enda fátt sem íslenska bíla-sálin elskar meira en fjórhjóladrifna dísel bíla. Þessi er einn sá besti í flórunni. Hann skákar Rav4 að mörgu leyti. Hann veitir Santa Fe harða samkeppni.

Honda CR-V er inngreiptur í þjóðarsálina og hefur selst afar vel. Það er ekki að ástæðulausu. Hann er vandaður og vinalega verðlagður. Bíllinn sem var reynsluekið kostar til að mynda 4.990.000 kr.

Ætti ég að kaupa CR-V?

Svarið er einfaldlega . Bíllinn hentar öllum, fjölskyldum, ömmum og öfum og ævintýrafólki sem setur fjallahjól á toppinn og tjald í skottið.

Skemmtilegur bíll og virðulegur í útliti. Honda CR-V er afskaplega góður bíll sem vert er að skoða!

Jeppar
Raun eyðsla
Hestöfl
Útlit
Gæði
Kalt mat
Verð kr.
CR-V
5,8 lítrar
120-160
8
9
9
4.390.000-6.890.000
Vitara
8,0 lítrar
136-177
8
8
8
4.980.000 – 5.360.000
Tucson
8,8 lítrar
140
8
8
8
4.790.000 – 7.190.000