BMW X5

BMW X5 er sport-jeppi frá BMW sem er bæði snöggur og þægilegur. Ökumanni hans leiðist líklegast aldrei.

Bíllinn sem fenginn var til reynsluaksturs var M útfærslan með 3 lítra dísel vél. Krafturinn er gríðarlegur. Bíllinn notaði 9,8 lítra í blönduðum akstri. Þótt hann notaði 19,8 lítra þá myndi það ekki skipta neinu. Honum væri fyrirgefið enda togar hann og togar og ökumaðurinn glottir og hlær á meðan.IMG_0335

Útlitið er smekklegt, töffaralegt og nýtískulegt. Bíllinn hefur þó enn línur sem sverja sig í X5 forfeður hans.

Aksturinn er gríðarlega skemmtilegur eins og áður hefur komið fram. Það er meira að segja gaman að keyra X5 hægt. Það segir ýmislegt, bíllinn er svo góður að maður þarf ekki að gefa inn til að njóta þess að aka honum, þó það sé ekkert verra.

BMW X5 er léttur í stýrinu og þýður í akstri. Hann lítur ekki út fyrir að vera þægilegur, á low profile dekkjum og sportlegur en hann er afskaplega þægilegur og vel hljóðeinangraður.

IMG_0340Innréttingin er sérstaklega smekkleg og þægileg í umgengni. Takkarnir eru stórir og það þýðir að þeir eru nothæfir með vettlinga á fingrum. Það er mikill kostur á Íslandi.

Afþreyingarkerfið er aðgengilegt, það er nokkuð þægilegt í notkun. Ef þig langar að sökkva tönnunum í stillingar er það möguleiki. Ef þig hins vegar langar einfaldlega að hlusta á útvarpið er það minnsta mál. Það er því eitthvað fyrir alla, meira að segja sjónvarpsfíklana. Já, X5 getur boðið upp á sjónvarpsáhorf (svo lengi sem bíllinn er í park).

Plássið í aftursætunum á X5 er gott, enda er bíllinn allur frekar stór. Það er því ekki skrýtið að plássið sé til staðar. Skottið er líka frekar rúmgott.

Ætti ég að kaupa X5?
Já, ef þig langar í góða sport-jeppa sem er líklegur til að gleðja þig og þína. Ef þú prófar X5 muntu líklega glotta við það eitt að mæta einum slíkum á götum úti seinna.IMG_0337

Þetta er þrælgóður sport-jeppi sem allir hafa gaman af. Hann keppir kannski helst við Mercedes Benz jeppana en er þó talsvert töffaralegri í útliti, þó það séu fallegir bílar.

Svipaðir bílar
Raun eyðsla
Hestöfl
Útlit
Gæði
Kalt mat
Verð kr.
Discovery Sport
6,5 lítrar
150-240
8
9
9
7.190.000 – 10.690.000
S-Cross
6,7 lítrar
120
8
8
8
3.890.000 – 5.980.000
Captur
5,9 lítrar
90
8
7
7
3.390.000 – 3.690.000
Evoque
7,8 lítrar
150-240
9
9
9
7.990.000 – 12.790.000
Tucson
8,8 lítrar
140
8
8
8
4.790.000 – 7.190.000
Vitara
8,0 lítrar
136-177
8
8
8
4.980.000 – 5.360.000
X5
9,8 lítrar
231-381
9
9
10
9.590.000 – 14.590.000