BMW X5 PHEV

BMW X5 40e xDrive PHEV er fimm manna tengiltvinnjeppi frá BMW, heimili BMW á Íslandi er BL. Bíllinn gegnur fyrir bensíni og rafmagni bæði saman og í sitthvoru lagi.

Bíllinn sem fenginn var til reynsluaksturs var 8 gíra sjálfskiptur bensínbíll með 2,0 lítra vél. Í daglegu snatti dugar rafmagnið öllu jafna og því má segja að hann eyði engu. Það er þó vert að athuga að eftir um það bil 30 kílómetra fer bensínmótorinn að vinna og þá notar hann auðvitað eldsneyti.

Bíllinn er hinn reffilegasti.

Það er þess vegna fullkomlega afstætt hversu miklu hann eyðir og fer algjörlega eftir því hversu duglegt fólk er að hlaða og hversu langt og geyst fólk ekur. Hlaðinn notar bíllinn rafmagnið fyrstu 30 km ef þess er óskað.

Bíllinn er afar heilsteyptur og þéttur og honum er virkilega gaman að aka. Það er ekki oft sem bílar í þessum stærðarflokki hreinlega hrífa ökumann með sér vegna þess að það er gaman að keyra þá. Yfirleitt eru þeir helst til þunglamalegir og klunnalegir. BMW X5 PHEV er það alls ekki. Bíllinn er stór og rúmgóður en léttur í spori og þéttur á velli.

Það er ekki bara gaman að taka bílinn til kostanna á beinum vegi þar sem gatan liggur greið. Hlykkjóttir vegir og hæðir og hólar eru líka hin mesta skemmtun.

Bíllinn býður upp á þrjár akstursstillingar; Sport, Eco og Normal. Breytingarnar sem finna má eru skemmtileg viðbót við annars mjög góðan bíl.

Innréttingin er stílhreinn og vönduð.

Innra rými bílsins er vel hannað og fer vel um ökumann og alla farþega. Sætin eru góð og gefa góðan stuðning. Staða ökumanns er mjög góð og maður upplifir sig í afar öruggu umhverfi. Afþreyingarkerfið er afbragðs gott og skjárinn er auðlesanlegur. Kerfið er aðgengilegt og auðvelt að læra á og takkarnir eru innan seilingar.

Skottið er mjög rúmgott og rými í aftursætum er feikinægt.

Smáatriðin í bílnum eru mörg hver afar vel úthugsuð. Lokið á hólfinu á milli sætanna skiptist í tvennt, langsum, sem er hentugt. Þá getur annar gengið um það án þess að hinn þurfi að færa sig.

Ætti ég að kaupa BMW X5 PHEV?

Langi þig í vel ígrundaðan og úthugsaðan, kraftmikinn og skemmtilegan jeppa, þá er svarið sáraeinfalt. Já þú ættir að kaupa BMW X5 PHEV.

Það er ekki veikan blett að finna á bílnum.

Undirritaður man ekki eftir að hafa ekið bíl sem er svona gegnheill og þéttur og svona kraftmikill og sportlegur. Hvílíkur eðalvagn!

Jeppar
Raun eyðsla
Hestöfl
Útlit
Gæði
Kalt mat
Verð kr.
Range Rover Sport
9,6 lítrar
258-510
9
10
9
13.990.000 – 24.990.000
X5
9,8 lítrar
231-381
9
9
10
9.590.000 – 14.590.000
X5 PHEV
afstætt
313
9
10
9
9.490.000