Audi Q5

Audi Q5 er fimm manna jepplingur frá Audi. Bíllinn er hluti af vígalegum flota þýska framleiðandans. Heimili Audi á Íslandi er Hekla.

Bíllinn sem fenginn var til reynsluaksturs er dísel bíll og notaði hann 6,8 lítra af eldsneyti á hverjum 100 eknum kílómetrum.

Það fyrsta sem blaðamaður skynjaði þegar hann settist upp í bílinn var hversu gegnheill hann er. Þegar ekið var af stað var afgerandi lítið veghljóð sem barst inn. Bíllinn í heildina er afar vandaður.

Næsta atriði sem sló blaðamann var krafturinn, það er nóg af honum! Aflinu er skilað á svo skemmtilegan hátt. Það er beinlínis eins og bílnum þyki gaman að gefa aðeins í. Hann er reyndar þeim eiginleikum gæddur venjulegt fólk (ekki kappaksturökumenn) mun gugna áður en bíllinn missir marks.

Jepplingar hafa að sumra mati það orð á sér að geta lítið sem ekkert annað en ekið í léttri slyddu. Þetta orðspor stafar kannski helst frá jeppadellufólkinu sem lætur helst ekki sjá sig á öðru en 44″.

Q5 er þeim hæfileikum gæddur að vera fjórhjóladrifinn og sá sem reynsluekið var er raunar fær um að hækka sig upp ef á reynir. „When the going gets rough the rough get tough“ sagði einhver, eflaust einhvertíman. Það lýsir þessum bíl vel. Hann er mjúkur og meir þegar á þarf að halda og flennifær í flóknari aðstæðum.

Fjöðrunin er í einu orði sagt stórkostleg. Reynsluakstursbíllinn var á loftpúðum sem virkuðu heldur betur sem skyldi.

Staða ökumanns er mjög góð og umgengni um bílinn er þægileg, eins og við er að búast af jeppling.

Innréttingin er mjög flott og stílhrein hún einfaldlega virkar. Engar öfga stílfæringar hann er einfaldlega klassískur og afar smekklegur.

Bíllinn er rúmgóður. Það á bæði við um farangursrými og farþegarými. Fótapláss aftur í er nokkuð gott og skottið mátulega stórt.

Ætti ég að kaupa Q5?
Já ekki spurning ef þú ert í leit að sparneytnum fjölnota bíl sem kemur þér ansi langt og það í úrvals aðstöðu.

Það er óhætt að mæla með þessum, það er víst væntanleg tvinnútgáfa af honum á næsta ári. Það er óhætt að segja að sá bíll vekji spenning hjá blaðamanni.

Jeppar
Raun eyðsla
Hestöfl
Útlit
Gæði
Kalt mat
Verð kr.
X5
9,8 lítrar
231-381
9
9
10
8.490.000 – 13.390.000
X5 PHEV
afstætt
313
9
10
9
9.490.000
Discovery Sport
6,5 lítrar
150-240
8
9
9
6.190.000 – 8.690.000
Evoque
7,8 lítrar
150-240
9
9
9
6.190.000 – 11.490.000
NX 300h
8,7 lítrar
197
9
9
9
6.930.000
F-Pace
7,9 lítrar
180-380
9
9
10
7.690.000-14.990.000
Q5
6,8 lítrar
190-252
9
10
10
7.290.000-10.320.000